spot_img
HomeFréttirRashad Whack til Grindavíkur

Rashad Whack til Grindavíkur

 

Grindvíkingar hafa samið við bakvörðin Rashad Whack sem mun koma til með að spila með liðinu á komandi tímabili. Hann mun fylla þá sko sem Lewis Clinch skildi eftir sig frá því í fyrra.  Whack er 26 ára gamal 191cm að hæð og um 91 kg að þyngd og spilar stöðu bakvarðar en mun að líkindum spila stöðu skotbakvarðar hjá Grindavík.  Whack útskrifaðist frá Mount St. Marys háskólanum árið 2014 og hefur síðan þá spilað í bæði Kanada og Swiss.  Rashad Whack er væntanlegur til landsins .  "Þetta er búin að vera rússíbani þetta árið að semja við erlendan leikmann.  Var búin að semja við tvo aðra sem hættu við og fengu kaldar fætur.  Þessi mun hinsvegar koma til okkar og vonandi mun hugtak þeirra vestan manna eiga við  "third time is the charm." sagði Jóhann Ólafsson þjálfari Grindvíkinga í samtali við Karfan.is nú í kvöld. 

Fréttir
- Auglýsing -