Toronto Raptors hafa jafnað 2-2 í úrslitum austurstrandar gegn Cleveland með 105-99 sigri í viðureign liðanna í NBA deildinni í nótt. Fyrir úrslitaseríuna hafði Cleveland unnið alla leiki sína í úrslitakeppninni.
Kyle Lowry var með 35 stig, 5 fráköst og 5 stoðsendingar í liði Raptors í nótt og DeMar DeRozan bætti við 32 stigum, 3 fráköst og 3 stoðsendingum. Hjá Cleveland var LeBron James með 29 stig, 9 fráköst og 6 stoðsendingar.
Svipmyndir úr leiknum
Mynd/ Kyle Lowry var stigahæstur í liði Raptors í nótt.