spot_img
HomeBikarkeppniRandi með fjórfalda tvennu

Randi með fjórfalda tvennu

Randi Keonsha Brown sett nafn sitt sögubækur íslensk körfubolta í öruggum 102-60 sigri Tindastóls á Selfossi í Bikarnum í dag. Gerði hún sér lítið fyrir og endaði með fjórfalda tvennu í leiknum, eða 31 stig, 15 fráköst, 12 stoðsendingar og 10 stolna bolta.

Með því er hún komin á fámennan lista leikmanna sem náð hafa þessu afreki á Íslandi en meðal annara á listanum eru Helena Sverrisdóttir, Penny Peppas og Brenton Birmingham.

Fjórföld tvenna er sjaldgæft afrek í körfubolta en eins og nafnið gefur til kynna er það þegar leikmaður nær tveggja stafa tölu í fjórum af eftirfarandi fimm tölfræðiþáttum: stigum, fráköstum, stoðsendingum, vörðum skotum og stolnum boltum.

Fréttir
- Auglýsing -