spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaRambo til liðs við Val

Rambo til liðs við Val

Valsarar hafa fundið eftirmann hins magnaða Kendall Anthony Lamonts sem yfirgaf liðið fyrr í vikunni. Þá voru góð ráð dýr og því samið við leikmenn með rándýrt nafn, Dominique Rambo.

Rambo er 183 cm leikstjórnandi sem á síðustu leiktíð lék í Sviss. Hann hefur einnig leikið í Rúmeníu. Leikmaðurinn útskrifaðist úr SW Assemblies of God háskólanum í Bandaríkjunum.

Valur hefur unnið fjóra leiki það sem af er tímabili og sitja í 9. sæti Dominos deildar karla. Liðið á erfitt verkefni í kvöld er liðið mætir bikarmeisturum Tindastóls í Síkinu.

 

Fréttir
- Auglýsing -