spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaRagnheiður semur við skóla í Bandaríkjunum

Ragnheiður semur við skóla í Bandaríkjunum

Breiðablik missir sterkan leikmann fyrir komandi leiktíð í Dominos deild kvenna en Ragnheiður Björk Einarsdóttir hefur fundið sér skóla í Bandaríkjunum.

Ragnheiður mun leika með liði California Baptist háskólans sem er í efstu deild í Bandaríska háskólaboltanum. Liðið er í WAC deildinni þar sem liðið endaði í öðru sæti í þeirri deild.

Miðherjinn sterki var með 7,5 stig og 3,3 fráköst að meðaltali í leik fyrir Breiðablik á síðustu leiktíð. Hún kom til liðsins frá Haukum fyrir síðasta tímabil en hún er uppalin hjá Hrunamönnum.

Fréttir
- Auglýsing -