Breiðablik missir sterkan leikmann fyrir komandi leiktíð í Dominos deild kvenna en Ragnheiður Björk Einarsdóttir hefur fundið sér skóla í Bandaríkjunum.
Ragnheiður mun leika með liði California Baptist háskólans sem er í efstu deild í Bandaríska háskólaboltanum. Liðið er í WAC deildinni þar sem liðið endaði í öðru sæti í þeirri deild.
Miðherjinn sterki var með 7,5 stig og 3,3 fráköst að meðaltali í leik fyrir Breiðablik á síðustu leiktíð. Hún kom til liðsins frá Haukum fyrir síðasta tímabil en hún er uppalin hjá Hrunamönnum.
SIGNED We are so excited to add another new Lancer to our team, Ragga from Iceland #LanceUp pic.twitter.com/msuGvGPn9S
— CBU W. Basketball (@CBUwbb) June 18, 2019