Ragnheiður Björk Einarsdóttir og Eckerd Tritons lögðu Rockhurst University í gærkvöldi í bandaríska háskólaboltanum, 54-40.
Leikurinn var sá áttundi sem Tritons vinna í röð, en þær hafa ekki enn tapað leik á tímabilinu.
Á 30 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Ragnheiður 3 stigum, 6 fráköstum, 2 stoðsendingum og vörðu skoti.
Næsti leikur Ragnheiðar og Tritons er á gamlársdag gegn University of Tampa.
