Ragnheiður Björk Einarsdóttir og Eckerd Tritons gerðu sér lítið fyrir og lögðu Union 64-57 í 32 liða úrslitum Marsfári annarar deildarinnar bandaríska háskólaboltans.
Liðið er því á leiðinni í 16 liða úrslit í fyrsta skipti í sögu skólans og á séns að vinna svæðismeistaratitilinn. Ragnheiður Björk skoraði 6 stig, tók 8 fráköst og setti mikilvægan þrist þegar um 2 mínútur voru eftir af þessum spennandi leik.
Hanna Þráinsdóttir og NYU töpuðu 63-79 fyrir Transylvania University og voru því slegnar úr leik í 8 liða úrslitum Marsfárs þriðju deildar háskólaboltans. Á 12 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Hanna frákasti, stoðsendingu og tveimur vörðum skotum.