spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaRagnheiður Björk og Þórdís Jóna í Breiðablik

Ragnheiður Björk og Þórdís Jóna í Breiðablik

 

Ragnheiður Björk Einarsdóttir og Þórdís Jóna Kristjánsdóttir hafa samið við Breiðablik um að leika með liðinu á komandi tímabili í Dominos deild kvenna. Báðar eru þær fæddar árið 1999 og uppaldar hjá Hrunamönnum, en hafa síðastliðin ár leikið með Íslandsmeistaraliði Hauka.

 

Margrét Sturlaugsdóttir, þjálfari Breiðabliks, hafði þetta að segja um komu leikmannana yfir í Kópavoginn:

 

"Báðar hafa fengið góða grunnþjálfun hjá Árna á Flúðum og koma með mikla reynslu úr yngri landsliðum en báðar hafa verið fastamenn þar og nú síðast með U-20. Ég hef þjálfað þær báðar í landsliðsverkefnum og hlakka til að stíga fyrstu skrefin með þeim í Breiðablik"

 

 

 

 

 

 

 

Fréttatilkynning:

Fréttir
- Auglýsing -