spot_img
HomeFréttirRagnar tók Olseninn í Janúar

Ragnar tók Olseninn í Janúar

 
  Það var Ragnar Halldór Ragnarsson sem tippaði á “sína” menn í KR að sigra Fjölnismenn í síðustu umferð Dominos deildar karla.  Leikurinn fór 98:87 og var Raggi eins og hann er jafnan kallaður ansi nálægt því þegar hann spáði 94:85.  Ragnar sem er uppalin Njarðvíkingur býr í Danmörku sem stendur en samkvæmt heimildum mun kappinn vera á heimleið og því ekki ónýtt að eiga inni máltíð á Olsen við lendingu á klakanum.  
 
Þeir sem muna eftir Ragga ættu að muna þá glögglega eftir því að hann var með  hárfínt og baneitrað þriggja stigaskot sem kappinn tjáði Karfan.is að væri enn til staðar.  Má því allt eins búast við því að samnings tilboðin hrúgist inn um lúguna hjá Ragga við lendingu hér á Íslandi. 
Fréttir
- Auglýsing -