Hvað ætli leikmenn setji á fóninn rétt fyrir leik?
Við fengum leikmann Þórs frá Þorlákshöfn, Ragnar Nathanaelsson, til þess að ljóstra upp fyrir okkur hvaða lög það væru sem hlustað væri á til þess að koma sér í gírinn.
Þór tekur á móti Grindavík í Þorlákshöfn nú í kvöld kl. 19:15, en leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð2Sport.
Áður höfðum við fengið lista frá:
Ragnar:
"Þessi listi er nú jafn fjölbreyttur og ég er stór. En þemað er "veljum íslenskt." Það að heyra í samlanda sýnum að gera góða tónlist, peppar mig að gera góða hluti á vellinum."
Intro – Emmsjé Gauti
Mjög mikilvægt að byrja alla playlista á réttu nótunum svo fólki veit hvað er í vændum.
Sönn íslensk sakamál – XXX Rottweilar hundar
Það var aðalega með þessari snild sem ég uppgötaði hversu hart það er að vera Íslendingur. Það kveikir í manni.
#brjálaður – Alexander Jarl
Það þarf varla að fara einhvað djúpt í þetta. Ég er brjálaður þegar ég er á vellinum.
Brennum allt – Úlfur Úlfur
Þetta er bara grjóthart lag!!
Í sjálfum mér – Kef lavík
Nat-vélin er "creatineétandivélmenni"
Hefnd – Skálmöld
Þetta kemur manni í baráttuhug þegar maður er mættur á vígvöllinn vopnaður leðurtuðru að reyna að vinna inn þessi 2 stig.
Jacuzzi Suzy – Brain Police
Þetta lag er fullkomið í að hita upp skot fingurnar með að slá á léttann lúftbassa.
Backseat Freestyle – Kendrick Lamar
Á kannski ekki rætur sýnar að rekja til Íslands en þetta er ákveðið bassablast sem sýnir að King Kunta er ekki hræddur við neinn.
Hotline Bling – Drake (bónus lag)
Þetta er búið að vera lagið í klefanum uppá síðkastið svo ég get lofað ykkur, kæru lesendur, að þetta verður spilað í kvöld.