spot_img
HomeFréttirRagnar með Hamri næstu tvö árin

Ragnar með Hamri næstu tvö árin

 
Miðherjinn Ragnar Á. Natahanaelsson verður með Hamarsmönnum næstu tvö árin en þetta staðfesti Lárus Friðfinnsson formaður Kkd Hamars í samtali við Karfan.is í kvöld. Ragnar gerði 5,5 stig og tók 8,3 fráköst að meðaltali í leik með Hamri síðasta tímabil en liðið féll þá niður í 1. deild karla og mun Ragnar vafalítið láta vel fyrir sér finna í 1. deildinni.
,,Það er mikið gleðiefni fyrir okkur Hamarsmenn að Ragnar hafi samið við félagið á ný. Þá er einnig nánari tíðinda að vænta af hópnum á næstunni,“ sagði Lárus en Ragnar er 20 ára gamall og stundar nám í trésmíði við Fjölbrautaskóla Suðurlands.
 
 
Fréttir
- Auglýsing -