{mosimage}
(Ragnar)
Bakvörðurinn Ragnar Gylfason sem lék með spútnikliði Fsu á síðustu leiktíð verður með Fjölnismönnum í Iceland Express deildinni í vetur. Þetta kemur fram á nýrri og endurbættri Fjölnissíðu, www.fjolnir.is/karfa
Ragnar er 21 árs en ásamt því að hafa leikið með Fsu hefur hann leikið með Hamri/Selfoss og eitt ár í skóla í Bandaríkjunum. Ragnar er kærkomin búbót hjá Fjölni sem þegar hafa misst þrjá bakverði frá sér í sumar og ber þar helst að nefna Hörð Axel Vilhjálmsson sem farinn er í atvinnumennsku á Spáni hjá Gran Canaria.
Sjá nánar á www.fjolnir.is/karfa þar sem gefur einnig að líta videobrot af Ragnari þar sem hann sallar niður 30 stigum gegn Tindastól á Sauðárkróki.