spot_img
HomeFréttirRagnar Halldór aðstoðar Einar hjá Njarðvík

Ragnar Halldór aðstoðar Einar hjá Njarðvík

 Ragnar Halldór Ragnarsson mun verða aðstoðarþjálfari Njarðvíkinga á komandi leiktíð hjá Njarðvíkingum.  Þetta staðfesti Einar Árni Jóhannsson þjálfari þeirra Njarðvíkinga í dag. Ragnar tekur við keflinu af Örvari Kristjánssyni sem söðlaði um og er nú lentur í Breiðholtinu þar sem hann mun koma til með að temja ÍR-inga á næstu leiktíð.  Ragnar hefur síðastliðin ár verið við nám í Danmörku en þar áður var hann viðriðin þjálfun yngriflokka í Njarðvík. 
 
Því er svo ekki að gleyma að Ragnar vann þann stóra með Njarðvíkingum og spilaði með liðinu til fjölda ára.  Ragnar á svo ekki langt að sækja þjálfara hæfileika sína þar sem að bróðir hans Friðrik stýrði Njarðvíkingum og einnig Grindvíkingum til margra ára. 
Fréttir
- Auglýsing -