11:06
{mosimage}
(mynd: fjolnir.is/karfa)
Á heimasíðu Fjölnis, www.fjolnir.is/karfa, kemur fram að Ragnar Gylfason ætli að taka sér frí um óákveðinn tíma. Þetta er mikill missir fyrir Grafarvogsliðið en Ragnar var einn besti leikmaður 1. deildar í fyrra en þá lék hann með FSu.
Á heimasíðunni segir að hann geti ekki sinnt náminu af alvöru, en hann er í verkfræði við HÍ, og því þurfti karfan að víkja enda vilji hann leggja sig 100% fram í því sem hann tekur sér fyrir hendur.
Þetta er mikil blóðtaka fyrir Fjölni en þeir hafa tapað fyrstu tveimur leikjum sínum í deildinni. Liðinu var ekki spáð miklu gengi í vetur og þurfa þeir því á öllu sínu að halda.