spot_img
HomeFréttirRagnar bestur í Þorlákshöfn

Ragnar bestur í Þorlákshöfn

Miðherjinn Ragnar Nathanaelsson var á dögunum valinn besti leikmaður Þórs á lokahófi félagsins. Þór Þorlákshöfn hafnaði í 5. sæti deildarkeppninnar en féll út í 8-liða úrslitum í úrslitakeppninni gegn Haukum. Ragnar var með 13 stig og 11,9 fráköst að meðaltali í leik á tímabilinu og að jafnaði 22 framlagspunkta á leik.

Halldór Garðar Hermannsson var valinn efnilegasti leikmaður meistaraflokks en þessi 19 ára gamli leikmaður var með 6,9 stig að meðaltali í leik í deildarkeppninni fyrir Þór og hækkaði sig upp í 7,5 stig og hefur sýnt á nýafstaðinni leiktíð að þarna fer framtíðarleiðtogi þeirra Þórsara. Þá var Magnús Breki Þórðarson verðlaunaður fyrir mestu framfarir í meistaraflokki á tímabilinu og Þorsteinn „Spin Doctor“ Ragnarsson var valinn besti varnarmaður meistaraflokks. 

 

Annars skiptust verðlaunin svo á lokahófi þeirra Þórsara:

 

Mikilvægasti leikmaður unglingaflokks: Davíð Arnar Ágústsson

Besti leikmaður unglingaflokks: Magnús Breki Þórðarson

Besti varnarmaður meistaraflokks: Þorsteinn Már Ragnarsson

Mestu framfarir meistaraflokks: Magnús Breki Þórðarson

Efnilegasti leikmaður meistaraflokks: Halldór G.Hermannsson

Besti leikmaður meistaraflokks: Ragnar Á. Nathanaelsson

Mynd/ Axel  Finnur

Fréttir
- Auglýsing -