spot_img
HomeFréttirRagna Margrét heldur að oddaleikurinn fari í framlengingu

Ragna Margrét heldur að oddaleikurinn fari í framlengingu

Landsliðsmiðherjinn Ragna Margrét Brynjarsdóttir hefur fylgst vel með úrslitaeinvígi Hauka og Snæfells í Domino´s-deild kvenna. Ragna Margrét er eins og margir þekkja fyrrum liðsmaður Hauka en Karfan.is fékk hana til að rýna í oddaleikinn í kvöld.

„Ég á rosalega erfitt með segja hvort liðið vinnur bikarinn í kvöld, ég held svolítið með báðum liðum. Þetta er búið að vera ótrúlega flott einvígi, umgjörðin og stemmningin geggjuð. Ég vildi óska þess að það yrðu fleiri leikir! Er of seint fyrir KKÍ að breyta reglunum og hafa þetta upp í 4 sigra? 🙂

Þetta verður smá battle á milli Helenu og Haiden, það hefur sýnt sig í síðustu leikjum að þessir leikmenn verða að eiga toppleik til þess að liðið þeirra vinni. Snæfell náði góðum tökum á Helenu í síðasta leik og voru að tví- og jafnvel þrídekka hana. Haukarnir náðu ekki að nýta alla skotmennina sína, en það var ótrúlega gaman að sjá reynslu mikinn leikmann eins og Maríu Lind stíga upp og setja nánast öll skotin sín! Það er ekki séns að blokka þetta háa skot, enda æfði hún sig að skjóta yfir mig þegar við vorum yngri.

Það er búið að vera geggjað að fylgjast með stelpunum, og ef ég ætti að reyna að spá e-u fyrir leikinn í kvöld þá held ég að hann eigi eftir að fara í framlenginu. Liðin eiga eftir að skiptast á að skora og verður leikurinn jafn alveg til síðustu mín. Ef leikurinn fer í framlengingu held ég að Snæfell taki þetta og ég hef ekkert fyrir mér í því nema tilfinninguna.“

Fréttir
- Auglýsing -