Söngvarinn R. Kelly er þekktur fyrir að láta rigna á einn eða annan hátt, hvort sem það er innan körfuboltavallarins eða utan hans. Kallinn mætti vel rúllukragaður með vindil í kjaftinum, á völlinn í Barclays Center þar sem Brooklyn Nets voru að hita upp og fékk að setja einn þrist við fögnuð viðstaddra.
Eftir að skotið fór niður sagði gamli: "Þessi fer á YouTube!" sem gefur til kynna að einhvern fjölda tilrauna hafi nú þurft til að ná þessu.
Gárungar vestan hafs grínast með það að það ætti bara að henda honum í byrjunarliðið hjá Nets því það myndi nákvæmlega engu breyta fyrir gengi liðsins.
Ahead of performing tonight's National Anthem, @rkelly warms up with @RondaeHJ24 on court. #Nets pic.twitter.com/6t0QH3ykvB
— Brooklyn Nets (@BrooklynNets) November 17, 2015