Gunnar Sverrisson tók við stjórn ÍR á miðju síðasta tímabili þegar Jón Arnar Ingvarsson sagði starfi sínu lausu. Undir stjórn Gunnars komust ÍR-ingar inn í úrslitakeppnina en duttu út í fyrstu umferð gegn erkifjendunum í KR. Í sumar gekk Hreggviður Magnússon í raðir KR-inga en ÍR endurheimti Sveinbjörn Claessen úr meiðslum. Karfan.is tók púlsinn á Gunnari og ÍR-ingum.
Komnir:
Hjalti Friðriksson
Níels Dungal
Bjarni Valgeirsson
Kelly Beidler
Farnir:
Steinar Arason
Hreggviður Magnússon
,,Liðið hefur æft vel í sumar eða allt frá því í maí. Undirbúningur hefur gengið afar vel þrátt fyrir að nokkrir leikmenn hafa átt við smá meiðsli að stríða. Gríðalega mikilvægt að fá nýja fyrirliðann til æfinga aftur, Sveinbjörn Claessen. Hann stóð sig með eindæmum vel á meðan hann gat ekki stundað körfubolta. Æfði manna best og lítur ansi vel út. Eíríkur aldursforseti sem hefur líkama eins og unglingur hefur verið í "banni" frá körfubolta í sumar enda voru meiðsli hans frá því í fyrra mjög alvarleg þegar hann braut hnéskel. Þurfti smá hvíld frá körfuboltavellinum en hefur samt æft afar vel og er núna kominn aftur á völlinn,“ sagði Gunnar og bætti við að hans menn væru nú í leit að meiri stöðugleika.
,,Markmiðin eru einföld í orði en aðeins erfiðari í framkvæmd. En það er bara skemmtilegra að takast á við þau, að þora er að gera. Við ÍR-ingar ætlum að finna meiri stöðugleika, byggja það upp með framtíðarhóp. Að liðið leiki betri varnarleik, að einstaklingarnir nái framförum og ég verði betri þjálfari. Að sjálfsögðu stefnum við hærra á töflunni en síðastliðið tímabil, annað væri bara plat að halda öðru fram,“ sagði þjálfarinn skeleggi og eins og margur annar körfuknattleiksáhugamaðurinn býst Gunnar við jafnari deild en í fyrra.
,,Ég held að deldin muni vera enn jafnari en í fyrra, nú var hún ansi jöfn í efri hlutanum. Ég á von á að hún verði tvískipt frekar en þrískipt eins og sl. tímabil. En hvað veit ég um það frekar en lottó-tölurnar næsta laugardag. Ég á von á að margir leikmenn í mörgum liðum muni sýna miklar framfarir og hreinlega blómstra. Þjálfarar eru óragir við að gefa ungum leikmönnum "sénsinn" og það er vel. Þetta mun skila sér í skemmtilegri körfubolta enda sekmmtilegasta íþróttin.
Púlsinn í IEX deild karla: Hamar
Púlsinn í IEX deild karla: KFÍ
Púlsinn í IEX deild karla: Haukar
Ljósmynd/ Jón Björn Ólafsson: Gunnar Sverrisson lætur nokkur vel valin orð falla í leikhléi gegn KR í úrslitakeppni síðustu leiktíðar.