Collin Pryor verður áfram í herbúðum Fjölnis í 1. deild karla á næstu leiktíð en Fjölnismenn gengu frá þessu á dögunum. Þá verður Valur Sigurðsson einnig áfram með liðinu.
Pryor var með 21,1 stig og 13,5 fráköst að meðaltali í leik með Fjölni á síðustu leiktíð en Fjölnismenn fóru þá í úrslitarimmu gegn Skallagrím um laust sæti í Domino´s-deildinni þar sem Borgnesingar höfðu betur.
Valur var með 2,9 stig, 1,7 fráköst og 1,3 stoðsendingar að meðaltali í leik.