13:58
{mosimage}
(Jóhann og félagar fögnuðu um helgina sæti sínu í Pro A deildinni)
Jóhann Árni Ólafsson og félagar í þýska Pro B liðinu Proveo Merlins tryggðu sér um helgina sæti í Pro A deildinni á næstu leiktíð. Ekki er leikin úrslitakeppni í Pro B deildinni og nú þegar aðeins tvær umferðir eru eftir eru Merlins komnir í Pro A deildina en það er næst efsta deildin í Þýskalandi.
Merlins tóku á móti Erdgas Ehingen/Ursspringsschue um helgina og höfðu betur gegn gestum sínum 74-68. Jóhann Árni var í byrjunarliði Merlins og gerði 4 stig í leiknum á tæpum 10 mínútum. Hann tók einnig eitt frákast í leiknum.
Næsta viðureign Merlins er á útivelli um næstu helgi P4two Ballers Osnabruck og þar á eftir kemur heimaleikur gegn Hannover Tigers. Sigur gegn Tigers um þarnæstu helgi tryggir Merlins sigur í deildinni en þeir eiga í harðri baráttu við Herzöge Wolfenbuttel um toppsætið.
Sjá valdar klippur af Jóhanni í leikjum með Merlins í vetur:
http://rsbb.dk/media/johann_o2009.wmv
[email protected]