8:30
{mosimage}
Verður Marvin heitur í dag?
Seinni leikir átta liða úrslita Powerade bikarsins fara fram í dag þegar Njarðvík tekur á móti ÍR klukkan 19:15 og KR á móti Hamri klukkan 20:00.
Njarðvík var á dögunum í Danmörku þar sem þeir sigruðu á æfingamóti og þá urðu þeir í fjórða sæti í Reykjanesmótinu. ÍR sló Fjölni út í fyrstu umferð Powerade bikarsins en þeir léku í Valmótinu þar sem þeir töpuðu hálfgerðum undanúrslitaleik fyrir Stjörnunni. Þá töpuðu þeir í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins. Sigurvegarinn úr þessu einvígi mætir Snæfell í undanúrslitum.
KR ingar hafa leikið marga æfingaleiki í haust, þeir voru með í Valsmót, voru gestalið í Reykjanesmóti, urðu í þriðja sæti á Greifa og Kaupþingsmótinu og að lokum urðu þeir Reykjavíkurmeistarar. Hamar sigraði Tindastól í fyrstu umferð Powerade bikarsins en þeir tóku þátt í Valsmótinu þar sem þeir töpuðu öllum sínum leikjum. Sigurvegarinn úr þessu einvígi mætir Skallagrím í undanúrslitum.
Mynd: www.hamarsport.is