Þessi upphitun er hluti af spá karfan.is fyrir NBA tímabilið sem hefst 25. október.
Hérna er spá Karfan.is fyrir Austurströndina
Áður birt:
11. sæti – New Orleans Pelicans
10. sæti – Minnesota Timberwolves
7. sæti – Oklahoma City Thunder
Portland Trail Blazers
Heimavöllur: Moda Center
Þjálfari: Terry Stotts
Helstu komur: Evan Turner, Festus Ezeli.
Helstu brottfarir: Gerald Henderson, Chris Kaman.
Blazers voru langt fyrir ofan allar væntingar sem til þeirra voru gerðar í fyrra, 5. Sæti í vestrinu og önnur umferð í úrslitakeppni. Þeir gerðu því fremur litlar breytingar haldandi að þér séu nálægt því að vera virkilega góðir. Það held ég að sé alrangt og að þetta tímabil verði aðeins erfiðara en í fyrra hjá þeim. Damian Lillard er einn alskemmtilegasti leikmaður deildarinnar og myndar ásamt CJ McCollum flott bakvarðapar. Blazer fóru svo í sumar og nældu sér í Evan Turner sem átti frábært tímabil hjá Boston í fyrra.
Styrkleikar liðsins eru þessi frábæru bakverðir, sem á góðum degi geta báðir sett 30 stig, Terry Stotts hefur heldur betur staðið sig vel sem þjálfari með ekkert alltof mikið af efnivið til þess að vinna með og liðið hefur hörku skyttur. Veikleikarnir eru þeir að liðið er heldur þunnt, stóru mennirnir eru frekar daprir, sérstaklega sóknarlega og ég set spurningamerki við það hversu vel Evan Turner á eftir að reynast þar sem hann verður minna með boltann en oft áður.
Líklegt byrjunarlið í fyrsta leik:
PG – Damian Lillard
SG – CJ McCollum
SF – Maurice Harkless
PF – Al-Farouq Aminu
C – Mason Plumlee
Gamlinginn: Enginn, elstu leikmaðuri liðsins er 27(!) ára.
Fylgstu með: Evan Turner, skapandi leikmaður sem TrailBlazers eyddu háum fjárhæðum í.
Spá: 45-37 – 6. Sæti.