spot_img
HomeFréttirPopovich þjálfari ársins í NBA

Popovich þjálfari ársins í NBA

Gregg Popovich er þjálfari ársins í NBA deildinni en frá þessu var greint áðan. Popovich er þjálfari San Antonio Spurs og er þetta í þriðja sinn á hans ferli sem þjálfarinn er útnefndur þjálfari ársins. Fyrir vikið hlýtur hann „The Red Auerbach Trophy“ sem kenndur er við þjálfarann goðsagnakennda sem stýrði Boston Celtics árin 1950-1966 og varð níu sinnum NBA meistari með félagið.
 
 
Popovich stýrði Spurs í 62-20 tímabil og með útnefningunni í dag komst „Pop“ í hóp með Pat Riley og Don Nelson en þetta eru einu þjálfarar NBA deildarinnar sem útnefndir hafa verið þjálfarar ársins þrisvar sinnum.
 
Pop kallinn fékk 380 atkvæði og 59 atkvæði fékk hann í fyrsta sætið en það eru íþróttafréttamenn og útsendingaraðilar frá Bandaríkjunum og Kanada sem taka þátt í kjörinu. Fyrri titlar sem þjálfari ársins hjá Popovich komu tímabilin 2011-2012 og svo 2002-2003.
 
Hér að neðan fer svo skemmtileg „klippa“ með Pop kallinum sem er oft ansi „líflegur“
 
Fréttir
- Auglýsing -