spot_img
HomeFréttirPlannja Basket sænskur meistari

Plannja Basket sænskur meistari

21:19

{mosimage}

Plannja Basket varð í dag sænskur meistari eftir úrslitaeinvígi við 08 Stockholm HR þar sem Plannja menn sigruðu eftir 6 leikja einvígi og fengu Plannja menn bikarinn afhentan í Stokkhólmi í dag. Plannja varð í öðru sæti í sænsku deildinni og sló Gothia Basket út í átta liða úrslitum á meðan 08 Stockholm sló út Öresundskraft. Í undanúrslitum voru það svo Sundsvall sem urðu fyrir barðinu á Plannja á meðan 08 Stockholm slógu út deildarmeistara Solna. 

Þetta er sjöundi titill Plannja og sá annar í röð.

[email protected]

 

Fréttir
- Auglýsing -