Karen Davidson eigandi Detroit Pistons er enn bjartsýn að hún nái að selja liðið áður en tímabililð hefst. Hún vildi hinsvegar ekki gefa neinar vísbendingar um hugsanlega kaupendur. Sögusagnir hafa verið uppi að Pistons myndu jafnvel flytjast í aðra borg og þá voru Pittsburg og Las Vegas sem voru möguleikar á nýjum stað liðsins.
"Þetta (Salan) er í góðum farvegi" sagði Davidson við miðla vestan hafs. Bill Davidson fyrrum eiginmaður Karen og eigandi Pistons lést á síðasta ári en liðið varð meistari þrisvar sinnum meðan hann var eigandi (1989 – 1990 – 2004) Mike Ilitch eigandi Detroit Tigers (Baseball) og Detroit Red Wings (Hokkí) sagðist hafa áhuga á að kaupa lið Pistons. Ilits varð ríkur á því að stofna keðju af Litle Ceasars pizzu stöðum í Ameríku.
Verðmiði á NBA liði er svo sem ekkert fyrir hvern sem er. Michael Jordan keypti t.a.m Bobcats á 275 milljónir og eigandi GS Warriors sagðist vera tilbúin að selja liðið á 450$ milljónir dollara.
Mynd: Dennis Rodman gerði garðinn frægan með hinu alræmda "No lay up rule – Bad boys" liði Detroit