spot_img
HomeFréttirPieti: Átti alls ekki von á þessu

Pieti: Átti alls ekki von á þessu

 

"Ég átti svo sannarlega ekki von á þessu. Sem þjálfari þá hugsa ég ekki um þá hluti sem ég ræð ekki yfir. Þegar þú telur sjálfan þig vera jafnvel orðin heitur í sæti þá áttu að segja af þér." sagði Pieti Poikola fyrrum þjálfari Tindastóls nú rétt áðan í samtali við Karfan.is  Pieti var sem fyrr segir sagt upp störfum eftir fjóra leiki hjá Tindastól en miklar vonir voru bundnar við hann í stóli þjálfara liðsins. 

 

 

En fannst Pieti Tindastólsmenn hafa sýnt honum nægilega mikla þolinmæði?  
 

"Ég hef ekkert að segja um það. Stjórnin hefur rétt á að taka þær ákvarðanir sem hún telur best og ég virði það.  Annars er ég nokkuð ánægður með hvernig hefur gengið. Mér líkaði mjög vel við leikmennina. Áskorunin hefur verið æfingar þar sem vantar leikmenn og breytingar á leikmannahópi okkar. Erlendi leikmaður okkar kom bara fyrir tveimur vikum og það hefur tafið okkar uppbyggingu. En það er skiljanlegt í hálf-atvinnumannadeild. Að byggja upp lið er langtíma verkefni. Það eru margar ástæður fyrir því að við hófum ekki tímabilið eins og ég hafði viljað. En það eru einnig mörg smá atriði sem við gerðum mjög vel í leikjum okkar fram að þessu. Það eru margir frábærir "skorarar" í þessari deild og liðsvörn okkar var að gera of mörg mistök." sagði Pieti og bætti við. 

 

"Varnar "kúltur" þessarar deildar er veikari en sóknarleikurinn og við gerðum okkur seka um sömu mistökin hvað eftir annað. Ég var bara ekki nægilega góður þjálfari í að kenna það nógu hratt það sem þurfti til. Það krefst mikils frá leikmönnum að treysta þessari hugmyndafræði minni sem þeir vita jafnvel ekki hvort virki nægilega vel.  Mögulega vildu leikmenn sjá árangurinn fljótari og það hefur verið að pirra hópinn í heild sinni.  Það er skiljanlegt hinsvegar. "

 

En hver voru markmið Pieti með þetta Tindastólslið?

"Ég vildi að liðið spilaði góðan körfuknattleik eftir jól og verða besta varnarlið deildarinnar til að ná markmiðum okkar en nú munum við ekki koma til með að sjá það. Þegar öllu er á botnin hvolft þá get ég bara tekið sjálfan mig í naflaskoðun allt annað hjálpar mér lítið.  Við spiluðum og æfðum minna en ég er vanur með öðrum liðum sem ég hef þjálfað. Það fannst mér erfitt og einnig höfðum við ekki fullann sal í íþróttahúsinu þá tíma sem við vildum. Ég vildi líka hjálpa leikmönnum að verða betri en um leið þurfti að hafa i huga að þeir væru í fullri vinnu með körfuboltanum. Hluti af starfinu var að þjálfa yngri liðin.  Það kom mér spánskt fyrir sjónir að maður getur ekki séð strax alla dagsrká liðsins fyrir veturinn. Mér finnst mér erfitt að skipuleggja heildarmynd á veturinn þegar maður veit ekki hvort leikur sé fyrr en nokkrum dögum áður jafnvel. Þetta ætti sambandið að laga sem allra fyrst. 

Pieti er enn við störf sem landsliðsþjálfari Dana en mun hann koma til með að koma sér í þjálfun aftur?

"Fyrst vil ég nefna að ég lærði mikið á þessum tíma mínum hér á íslandi og naut hverrar mínútu hérna.  Fólkið hér á Sauðárkróki er frábært. Nú ætla ég mér að taka smá pásu og kyngja þessu sem hefur gengið á og ná mér andlega séð. Ég á eitt ár eftir af samningi minum með Danska landsliðið og vonandi að við komumst á Eurobasket 2017. Ég hef ekki miklar áhyggjur en ég mun leita mér að nýju starfi og ætla ekkert að flýta mér í þeim efnum.  Kannski er bara komin tími hjá mér að taka smá frí einhverstaðar í suðrinum. "

Fréttir
- Auglýsing -