Paul Pierce, einn af aðalstjörnum stórliðs Boston Celtics, gæti þurft að vera frá keppni á næstunni ef grunur um að hann hafi brotið beim í fæti, reynist á rökum reistur.
Á nba.com er haft eftir ónefndum heimildarmanni að útlit sé fyrir að Pierce hafi brotnað í átökum um lausan bolta í leik gegn Washington á mánudagskvöld. Ekki er vitað hvort hann verði lengi frá þar sem hann á enn eftir að gangast undir rannsóknir.
Þetta er afar óheppilegt fyrir Boston sem hafa verið án Kevin Garnetts á tímabili í vetur og hafa ekki verið að leika eins sannfærandi og síðustu tvo vetur þar á undan. Sigurinn gegn Washington batt t.a.m. enda á þriggja leikja taphrinu þar sem þeir lutu í lægra haldi fyrir Cleveland, Orlando og LA Lakers.
Pierce, sem er 32ja ára, er með 18.9 stig að meðaltali í leik í vetur og var nýlega valinn í Stjörnuliðið í áttunda sinn.
Smellið hér til að sjá myndband af atvikinu.
H: nba.com