Þessi spá er hluti af spá Karfan.is fyrir NBA tímabilið 2017-2018.
Phoenix Suns
Heimavöllur: Talking Stick Resort Arena
Þjálfari: Earl Watson
Helstu komur: Josh Jackson
Helstu brottfarir: Leandro Barbosa, Alex Len.
Phoenix Suns hafa verið skelfilegir í nokkur ár núna, og ekki verið neitt sérstaklega spennandi að horfa á heldur. Nú horfir hins vegar til bjartari framtíðar. Hár valréttur á næsta ári gæti snúið framtíð liðsins við og Suns munu leggja allt kapp á að vera með sem flestar kúlur í lottói næsta árs.
Styrkleikar liðsins felast öðru fremur í fínum bakvörðum. Bæði Eric Bledsoe og Devin Booker eru góðir leikmenn en þó óstöðugir hvor á sinn hátt og svo eru sumir leikmenn liðsins miklir íþróttamenn. Styrkleikar liðsins eru því miður ekki fleiri en þetta.
Veikleikarnir eru reynsluleysi, lélegur varnarleikur, agaleysi, óreyndur þjálfari og svo eru flestir leikmenn liðsins einfaldlega ekki á því kaliberi sem þarf til þess að vinna leiki í NBA deildinni. Bledsoe er oft meiddur og Devin Booker er ekki að fara í neinar sögubækur með skotnýtinguna sína. Verður erfiður vetur í eyðimörkinni.
Byrjunarlið í fyrsta leik:
Eric Bledsoe
Devin Booker
TJ Warren
Josh Jackson
Tyson Chandler
Fylgstu með: Devin Booker. Leikmaðurinn sem að allt snýst um hjá liðinu.
Gamlinginn: Tyson Chandler (35) er að sólunda síðustu árum ferilsins í liði sem er ekki á leiðinni neitt.
Spáin: 20–62 – 15. sæti
15. Phoenix Suns
14.
13.
12.
11.
10.
9.
8.
7.
6.
5.
4.
3.
2.
1.