Leiktíðin hefur ekki verið beisin fyrir Philadelphia 76ers og hefur liðið tapað öllum leikjum sínum í deildinni það sem af er vetri. Stuðningsmenn liðanna sem þeir spila við eru líka duglegir að láta leikmenn Sixers heyra það að þeir séu ekki að standa sig.
Jahlil Okafor nenni því hins vegar ekki lengur. Ákvað að svara einum þeirra úti á götu í Boston. "Já, en við eigum peninga, fátæki blökkumaður," en þetta er besta pólitísks réttrúnaðarsvarið sem okkur datt í hug.
Okafor lét ekki þar við sitja heldur gekk upp að þessum ólánssama manni og sveiflaði krepptum hnefanum, sem er á stærð við handbolta, í trýnið á honum. Við það féll sá málglaði í götuna en ekki eru fleiri tíðindi af málalyktum hjá nýliðanum á götum Boston borgar.