Allt virðist stefna í það að Philadelphia 76’ers verði spútnik lið austurdeildarinnar, a.m.k ef því sem búið er af deildinni en liðið er ósigrað eftir 3 leiki. Sixers komust ekki í úrlslitakeppnina í annað skipti á þremur árum í fyrra og litlar breytingar voru gerðar á liðinu í sumar, aðeins breytt áhersla á leik liðsins. Þjálfarinn Maurice Cheeks predikaði vörn í allt sumar og allt virðist stefna í það að það hafi skilað sér.
Allen Iverson er á sínu 11. tímabili og er engan vegin að gefa eftir. Á síðasta ári átti hann sitt besta tímabil til þessa með yfir 33 stig í leik og yfir 7 stoðsendingar. Nú í þessum 3 leikjum sem búnir eru hefur hann skorað 34 stig að meðaltali (32,39 og 31 stig) og gefið rúmlega 9,67 stoðsendingar (6,10 og 13 stoðsendingar).
Í gær sigruðu Sixers Miami Heat sem léku án Shaq, 107-98 í sannfærandi sigri. Kyle Korver skoraði 13 stig af 22 stigum sínum í þriðja leikhluta. Hann þykir ein besta þriggja stiga skytta NBA deildarinnar og hitti 5 af 5 þriggja stiga skotum sínum.
Maurice Cheeks hefur ákveðið í ár að láta Kyle Korver koma inn af bekknum í stað þess að vera í byrjunarliðinu og hefur það aldeilis skilað sér og verður Korver líklegur kandidat í 6 mann ársins titilinn ef marka má fyrstu 3 leikina. Hann hefur skorað rúmlega 19 stig í leik í þessum 3 leikjum á rúmlega 30 mínútum, miðað við í fyrra þar sem hann var í byrjunarliðinu og skoraði 11,5 stig á 31 mínútu.
Í ár hefur hann hitt úr 9 af 10 þriggja stiga skotum sínum.
Gaman verður að fylgjast með Sixers í ár, hvort að þeir eiga séns í að keppast við titil, hvort að Allen Iverson fær þann langþráða titil sem hann hefur sótt eftir í 11 ár eða eru þeir með einfaldlega of lélegt lið til þess.
Arnar Freyr Magnússon