spot_img
HomeFréttirPhil Jackson efstur á óskalista NETS

Phil Jackson efstur á óskalista NETS

 Það ætti að koma fáum á óvart að efstur á óskalista forráðamanna Brooklyn Nets er Phil nokkur Jackson.  Miðlar vestra keppast nú um að fjalla um hvort hinn 67 ára gamli Jackson muni vilja taka við liði Brooklyn eftir að Avery Johnson var rekinn.  Talað er um að það muni kosta Brooklyn um 10 til 12 milljón dollara í árslaun til að fá Jackson til að taka við liðinu. Risa upphæð fyrir hinn meðal jón en ekki fyrir hin fokríka Mikhail Prokhorov eiganda Brooklyn. 
 
Jackson hefur unnið 11 NBA meistaratitla og því ætti ekki að vanta uppá reynsluna eða hefðina til að vinna leiki.   Önnur nöfn sem hafa verið nefnd eru Stan Van Gundy sem hefur sagt að hann hafi ekki áhuga á starfinu.  Jerry Sloan sem var með Utah Jazz til fjölda ára og einnig Larry Brown. Á meðan er það PJ Carlisimo sem stjórnar liðinu. 
Fréttir
- Auglýsing -