Hið árlega Pétursmót mun fara fram í næstu viku í Blue Höllinni í Keflavík, en mótið er haldið til minngar um Pétur Pétursson osteopata sem kvaddi eftir harðvítuga baráttu við veikindi árið 2016 aðeins 51. árs gamall.
Þetta árið mæta til leiks ásamt Keflavík lið Njarðvíkur, Grindavíkur og Þróttar Vogum og er fyrirkomulag mótsins svipað og það hefur verið áður. Öll leika liðin tvo leiki þar sem eiginleg undanúrslit eru á miðvikudegi og leikið verður upp á 1. og 3. sætið á föstudeginum. Allur ágóði rennur til góðgerðarmála og eru allir hvattir til að leggja leið sína í Blue Höllina.