spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaPétur yfirgefur Breiðablik

Pétur yfirgefur Breiðablik

Breiðablik og þjálfari meistaraflokks þeirra í fyrstu deild karla, Pétur Ingvarsson, hafa í sameiningu sagt upp samningi sínum. Samkvæmt fréttatilkynningu félagsins er ákvörðunin tekin vegna fjárhagslegra óvissutíma sem framundan eru.

Samkvæmt félaginu verður annar þjálfari ekki ráðinn að svo stöddu. Pétur hefur þjálfað liðið frá tímabilinu 2017-18, þar sem hann meðal annars fór í eitt skipti með tímabilið upp í Dominos deildina. Þegar að tímabilið endaði nú í vor var Breiðablik í 3. sæti fyrstu deildarinnar, aðeins 4 stigum fyrir neðan Hött í 1. sætinu.

Tilkynningu félagsins má lesa hér fyrir neðan

Fréttir
- Auglýsing -