Breiðablik hefur á nýjan leik samið við Pétur Ingvarsson um að þjálfa meistaraflokk karla.
Pétur var með liðið sem féll úr Dominos deildinni fyrir tveimur tímabilum, sem og á því síðasta þegar að liðið var í harðri baráttu um að komast aftur upp úr 1. deildinni.
Samkvæmt fréttaatilkynningu félagsins eru Blikar hæstánægðir með að samningar hafi náðst á nýjan leik við Pétur, en hann sagði starfi sínu lausu eftir að leikum var frestað vegna Covid-19 til þess aað létta undir á launagreiðslum félagsins.