spot_img
HomeFréttirPétur stígur til hliðar - Magnús Þór stýrir Keflavík á fimmtudag

Pétur stígur til hliðar – Magnús Þór stýrir Keflavík á fimmtudag

Pétur Ingvarsson hefur stigið til hliðar sem þjálfari bikarmeistara Keflavíkur. Staðfestir félagið þetta með tilkynningu á samfélagsmiðlum nú í kvöld.

Pétur tók við liði Keflavíkur fyrir síðasta tímabil, gerði liðið að bikarmeisturum og fór með það í undanúrslit úrslitakeppninnar. Samkvæmt tilkynningu félagsins mun aðstoðarþjálfari Keflavíkur Magnús Þór Gunnarsson stýra liðinu í næsta leik, en það er gegn ÍR í Skógarseli komandi fimmtudag.

Tilkynning:

Stjórn körfuknattleiksdeildar Keflavíkur og Pétur Ingvarsson hafa komist að sameiginlegri niðurstöðu um að Pétur stígi til hliðar sem þjálfari liðsins. Pétur kom inn sem þjálfari á síðasta tímabili og óhætt að segja að hann hafi komið með ferskan blæ og hafði strax mikil og jákvæð áhrif á klúbbinn í heild sinni. Hann stýrði liðinu til sigurs í VÍS bikarnum sem var fyrsti bikartitill liðsins frá 2012. Að auki fór liðið alla leið í oddaleik undanúrslita Subway deildarinnar. Stjórn deildarinnar vill þakka honum fyrir hans góðu störf og óskar honum alls hins besta í framtíðinni.

Framundan er heimaleikur gegn ÍR næstkomandi fimmtudag en Magnús Þór Gunnarsson mun stýra liðinu í þeim leik. Það er von okkar að Keflvíkingar standi þétt við bakið á okkar liði í þeim leik.

Fréttir
- Auglýsing -