spot_img
HomeFréttirPétur með 11 stig í sömu sókninni! Íslandsmet?

Pétur með 11 stig í sömu sókninni! Íslandsmet?

20:20

{mosimage}

(Pétur Már Sigurðsson skoraði 11 stig í einni sókn í gær)

Karfan.is barst eftirfarandi pistill frá Skallagrímsmanni eftir sigur liðsins á Val í Lýsingarbikarnum í gær.

 

Hann var svosem ekki efiður sigurinn á Val í 16 liða úrslitum bikarsins í gærkvöldi.

 Erfiðlega gekk reyndar að komast á leikstað, vegna hörmulegs slyss á Vesturlandsvegi og var leiknum seinkað um klukkutíma vegna þess. 

 

Skallar voru ekki að sýna nein svaka tilþrif, fyrir utan troðslu hjá fjósamanninum Axel Kárasyni og svo átti Pétur Sig. hreint ótrúlega sókn!…..Þá munaði 0,02 sek. að Ingi fengi skráð á sig tvö stig í lokin og í rauninni dómaraskandall að láta þau ekki standa!

 

En nánar að sókn Péturs:

 

Seint í leiknum fær hann villu í skoti og fær víti.  Eitthvað fór það í pirrurnar á þjálfara Vals, því hann fékk tvær tæknivillur og var svo rekinn úr húsinu með skömm.   Það þýddi einfaldlega að Pétur var sendur á vítalínuna og átti að taka átta vítaskot!  Það vafðist ekki fyrir honum og

duttu átta víti í röð niður, nánast án þess að snerta hringinn!  Það eitt hlýtur að vera einsdæmi að fá átta víti í röð!

 

Ekki nóg með það, heldur eiga Skallar boltann eftir vítin og Pétur setur þrist!

 

Mér er til efs að það hafi áður gerst í íslenskum körfubolta að einn leikmaður hafi gert 11 stig í einni sókn!

 

Hvað þá 11 stig á einni mínútu!

 

Eða átta stig á engri sekúndu!

 

Það var þess virði að drífa sig í bæinn og verða vitni að þessum einstaka viðburði!

 

Mótstaðan í leiknum var svosem ekkert spes og það er ljóst að menn verða að vera betur klárir í vörninni þegar nágrannar okkar úr Stykkishólmi mæta í Nesið í lok vikunnar!  Mér skilst á Óla Helga að það verði eitthvað mega-happdrætti í gangi á leiknum þannig að nú verðum við að mæta ÖLL og mæta snemma til leiks…

 

..fyllum fjósið af heimafólki og undirbúum jólin með sigri á Hólmurum!

 

                                       Áfram Skallagrímur!

 

Mynd: Gunnar Freyr Steinsson

Fréttir
- Auglýsing -