spot_img
HomeFréttirPétur Már: Vorum að spila á móti mjög góðu liði

Pétur Már: Vorum að spila á móti mjög góðu liði

Undir 20 ára karlalið Íslands mátti þola tap í dag gegn Litháen í fyrsta leik sínum á Evrópumótinu í Póllandi, 93-63. Líkt og tölurnar gefa til kynna var leikur dagsins aldrei neitt sérstaklega jafn eða spennandi, en Litháen var með forystuna allt frá fyrstu mínútum til enda leiksins. Það er stutt á milli leikja hjá Íslandi í þessu móti, en næst leika þeir gegn Svartfjallalandi kl. 11:00 að íslenskum tíma á morgun sunnudag 14. júlí.

Hérna er meira um leikinn

Fréttaritari Körfunnar í Gdynia spjallaði við Pétur Már Sigurðarson þjálfara Íslands eftir leik. Sagði Pétur íslenska liðið hafa hafið leikinn illa, en að liðið hafi aðlagað sig ágætlega eftir því sem leið á leikinn.

Fréttir
- Auglýsing -