Pétur Ingvarsson hefur sagt starfi sínu lausu sem þjálfari Hauka í Iceland Express deild karla. www.ruv.is greindi frá þessu í dag. Pétur segir skilið við Haukaliðið í 10. sæti úrvalsdeildarinnar með 2 stig eftir fimm umferðir.
Pétur tók við Haukum árið 2008 og kom þeim upp í úrvalsdeild og stýrði liðinu í fyrstu umferð úrslitakeppninnar á síðustu leiktíð þar sem liðið datt út gegn Snæfell. Á www.visir.is segir Samúel Guðmundsson formaður KKD Hauka að vilji hefði verið því hjá stjórn félagins að hafa Pétur áfram við stjórn.
Samúel sagði ennfremur við Vísi að leit væri ekki hafin af eftirmanni Péturs en Haukar væru þó með nokkur nöfn í huga.
Heimildir: www.ruv.is og www.visir.is