Einn albesti körfuknattleiksmaður Íslands frá upphafi, Pétur Guðmundsson fagnar stórafmæli í dag. Pétur fæddist þann 30. október 1958 og er því sextugur í dag.
Pétur er uppalinn í Reykjavík og lék með Val þegar hann var yngri. Árið 1981 var hann valinn með 61. valrétt í nýliðavali NBA deildarinnar og varð þar með fyrsti Íslendingurinn til að leika í NBA deildinni.
Pétur lék með Portland Trail-Blazers, San Antonio Spurs og Los Angeles Lakers í NBA deildinni. Hann lék um 150 leiki í NBA deildinni og m.a. með nokkrum af bestu leikmönnum sögunnar á borð við Kareem Abdul-Jabbar og Magic Johnsson.
Auk þess lék Pétur með Val, ÍR og Tindastól á Íslandi. Þá þjálfaði hann um tíma einhver lið á landinu en hefur verið búsettur erlendis síðustu ár.
Í byrjun árs 2001 var Pétur kjörinn leikmaður 20. aldarinnar í karlaflokki, af KKÍ og um leið leikmaður í liði aldarinnar. Árið 2015 var Pétur valinn inní Heiðurshöll KKÍ.
Karfan sendir Pétri innilegar afmæliskveðjur á þessu stórafmæli.
Jón Ingiberg Jónsteinsson útbjó frábært plakat í tilefni dagsins sem birtist hér efst með leyfi höfundar. Hér að neðan má sjá nokkrar klippur úr NBA ferli Péturs.
Mynd: Jón Ingiberg www.joningiberg.com