Stjórn Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur og Pétur Rúðrik Guðmundsson hafa komist að samkomulagi að Pétur muni gegna stöðu aðstoðarþjálfara meistaraflokks karla í vetur. Hann mun því standa við hlið Guðjóns Skúlasonar sem er aðalþjálfari liðsins. www.keflavik.is greinir frá.
Pétur er fæddur 1972 og hefur viðamikla reynslu af þjálfarastörfum frá Grindavík. Hann hefur þjálfað meistaraflokk kvenna í Grindavík, yngri flokka, verið aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla og kvenna síðastliðin 15 ár. Ásamt þessu var hann spilandi leikmaður hjá meistaraflokki karla í Grindavík í 15 ár.
Ljósmynd/ www.vf.is – Pétur Guðmundsson í leik með Grindavík á Sunnubrautinn í Keflavík.