spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaPétur: Enn eru 20 leikir eftir

Pétur: Enn eru 20 leikir eftir

Stjarnan vann góðan sigur á Breiðablik í annarri umferð Dominos deildar karla í kvöld. Meira má lesa um leikinn hér.

Pétur Ingvarsson, þjálfari Blika, var rólegur þrátt fyrir tap:

Það má segja að þið hafið spilað 6 leikhluta af 8 bara býsna vel það sem af er. Það hefur þó ekki dugað til sigurs, hvað vantar upp á?

Það er bara einn leikhluti til! Það er ekki flókið. En miðað við spár og þá staðreynd að við erum nýliðar þá erum við bara að læra, við þurfum að finna leiðir til að klára leiki. Stjörnumenn settu niður stór skot hérna í fjórða leikhluta – okkur tókst vel að loka á alla nema kannski Finnann fram að því. Hlynur setti þarna mjög mikilvæg skot niður. Svona er þetta bara, það þýðir ekkert að hætta, enn eru 20 leikir eftir.

Já mikið rétt. Ég get ekki sagt annað en að þetta líti að mörgu leyti vel út hjá ykkur, það eru mjög margir að leggja í púkkið og þið spilið stórskemmtilegan körfubolta, þó að skemmtanagildi tryggi svo sem ekki árangur.

Við leggjum upp með það að reyna að spila hratt og reyna að hafa sem flesta inn í leiknum, þessir strákar verða ekki betri nema að þeir fái að spila. Ég veit ekki alveg hvernig Stjarnan vill hafa þetta, strákar sem voru að spila 30 mínútur í fyrra eru að spila 15 mínútur núna og leikmenn sem spiluðu 15 mínútur í fyrra eru að spila 0 mínútur núna eða kannski 2. Við erum að gera akkúrat öfugt, við gefum ungum drengjum tækifæri til að spila og þá verður þetta að vera gaman og það er bara það sem við erum að gera.

Jájá, ég ætla ekki að þykjast vera helsti körfuboltaspekúlant landsins en leyfi mér að spyrja hvort það gæti verið að skiptingar séu þó full miklar og of örar hjá ykkur?

Já, það gæti vel verið. Ef að þetta gengur ekki þá verð ég væntanlega ekki síðasti þjálfarinn sem verður rekinn. Við erum bara að reyna að gera eitthvað úr því sem við höfum og við verðum betri í þessu eftir því sem líður á tímabilið. Ef við lendum ekki í mjög miklum meiðslum þá getum við alveg haldið þessu tempói og svona skiptingum. En ég er ekkert að fara að breyta þessu þó svo að við töpum, ég ætla að halda mig við þett system, við munum spila hratt og við munum reyna að spila skemmtilega og niðurstaðan kemur svo bara í ljós.

Ég get a.m.k. sagt að ég hef mjög gaman af þessum bolta sem þið spilið!

Já, það er það sem við erum að reyna!

Fréttir
- Auglýsing -