spot_img
HomeFréttirPeter Heizer leystur undan samningi við KR

Peter Heizer leystur undan samningi við KR

10:37

{mosimage}

Þjóðverjinn Peter Heizer mun ekki leika meira með meistaraflokki karla á þessari leiktíð. Heizer var fenginn til liðsins í haust þegar ljóst var að verulegt skarð var höggvið í bakvarðasveit liðsins þegar Níels Páll Dungal skipti yfir í Þór Akureyri og síðan Fjölni og Steinar Kaldal ákvað að taka sér frí frá spilamennsku vegna anna á öðrum vígstöðum.

Steinar hefur nú tekið fram skónna á ný og er byrjaður að æfa á fullu. Skotbakvarðasveitin er því orðin ansi breið með þá Brynjar Þór Björnsson, Pálma Frey Sigurgeirsson, Steinar Kaldal og Peter Heizer. Því var tekin sú ákvörðun að þörfin fyrir erlendum skotbakverði væri ekki lengur fyrir hendi.

Þrátt fyrir upp og niður leiki stóð Heizer sig heilt yfir vel og er ástæða brotthvarf hans ekki óánægja með hans framlag inná vellinum, en hann skoraði 10 stig í leik í deildinni á 19 mínútum per leik. Þá átti Heizer erfitt með að sætta sig við það hlutverk og þær mínútur sem honum var úthlutað og því var þessi niðurstaða góð fyrir alla aðila.

Til stendur að fá framherja í staðinn sem á að styrkja framherjasveitina, en liðið hefur oft á tíðum lent í barsli með fráköstin í vetur. Þá eiga þeir Fannar Ólafsson og Jeremiah Sola til að lenda í villuvandræðum sem hefur komið niðri á liðinu þar sem þeir eru einu leikmenn liðsins sem ná 2 metrum eftir að Hafþór Björnsson lenti í meiðslum og er frá út tímabilið. Það mál mun skýrast vonandi sem fyrst.

Stjórn deildarinnar vill þakka Peter fyrir hans framlag til félagsins, en hann þjálfaði einnig 9. og 10. flokk stúlkna, semog minnibolta 11 ára. Það er verið að vinna í þjálfaramálum flokkanna, en á meðan mun yfirþjálfari annast æfingarnar ásamt Finni Frey.

Frétt af www.kr.is/karfa

Mynd: www.kr.is/karfa

Fréttir
- Auglýsing -