spot_img
HomeFréttirPekka Salminen tekur við landsliðinu

Pekka Salminen tekur við landsliðinu

Pekka Salminen hefur verið ráðinn sem landsliðsþjálfari kvenna, en samningur hans er til fjögurra næstu ára. Tilkynnt var um þetta á blaðamannafundi sem haldinn var í Laugardalnum nú í hádeginu.

Pekka er gífurlega reynslumikill 62 ára finnskur þjálfari. Hefur hann bæði reynslu af þjálfun félagsliða í Finnlandi og Svíþjóð og þá einnig sem bæði aðal og aðstoðarþjálfari hjá finnsku landsliðunum.

Pekka hefur bachelor gráðu frá Finnish institute of sports: VeAT/International coaching. Hann hóf þjálfaraferill í karlaboltanum og varð meðal annars sænskur meistari tvisvar sinnum með Solna og vann einnig finnska titilinn með Kataja. Til gaman má geta að Pekka þjálfaði einn af okkar leikjahæstu leikmönnum Loga Gunnarsson hjá ToPo Helsinki. Pekka hefur víðtæka reynslu af landsliðsþjálfun, en hann var aðstotðrþjálfari hjá karlaliði Finna frá 2001-2014 þar sem hann fór þrisvar með þeim á lokamót EuroBasket og einu sinni á lokamót WorldCup.

Árið 2015 var Pekka ráðinn aðalþjálfari A landsliðs kvenna hjá Finnlandi og þjálfaði hann liðið í átta ár. Á þeim tíma bar hann einnig ábyrgð á uppbyggingu á kvennastarfi landsliðanna frá U15 upp í A landslið. Pekka hefur að undanförnu verið í fullu starfi hjá finnska sambandinu við þjálfun og einn af þeim sem séð hefur um þjálfaramenntun þeirra.

Pekka tekur við liðinu af Benedikti Guðmundssyni, sem verið hefur með liðið síðustu sex ár, en fyrsta verkefni nýja þjálfarans er undankeppni EuroBasket 2027 sem fer af stað í nóvember.

Frekari umfjöllun og viðtöl eru væntanleg á Körfuna með deginum

Fréttir
- Auglýsing -