Karfan.is tók stöðuna á íslensku strákunum á æfingu í dag í Mercedes Benz Arena í Berlín og spurðum Craig Pedersen um leikinn framundan.
Pedersen sagði mjög erfiðan leik framundan. "Ég er mjög sáttur við hvernig við spiluðum í gær en það þarf að hafa í huga að við vorum að spila við liðið sem lenti í öðru sæti á heimsmeistaramótinu í fyrra. Það er hægt að spila vel en tapa stórt."
Hann benti á að við erum að fara að spila gegn besta stóra manni keppninnar, Chicago Bulls og NBA stjörnuleikmanninn Pau Gasol. "Hann er ekki bara fær körfuboltaleikmaður heldur einnig mjög greindur. Hann gefur boltann afburðarvel og erfitt verður að eiga við hann. Þeir eiga góða menn í öllum stöðum og spila þeir allir í NBA eða Euroleague."
Aðspurður hvort hæð andstæðinganna hafi haft mikil áhrif á leik liðsins svaraði hann játandi. "Það er erfitt fyrir okkur að æfa fyrir það því við getum ekki ógnað skotum hvers annars eins og þeir munu gera í leiknum."
Pedersen hafði heyrt af ummælum goðsagnarinnar Sasha Djordjevic við Karfan.is um leik íslenska liðsins og sagði hann hafa einnig sagt það við sig sjálfur fyrir og eftir leikinn gegn Serbíu. "Hann ítrekaði það mjög að hann væri að meina það sem hann sagði. Hann var mjög hrifinn af því hvernig liðið spilaði."
Ísland mætir Spáni kl. 19:00 að íslenskum tíma í kvöld í beinni útsendingu á RÚV.