spot_img
HomeFréttirPEAK á Íslandi í fyrsta sinn

PEAK á Íslandi í fyrsta sinn

 
Fyrirtækið Súperskór sf. býður PEAK körfuboltaskó í fyrsta sinn á Íslandi en merkið hefur ekki verið fáanlegt hérlendis þó svo á ferðinni sé fyrirtæki sem hefur starfað síðan 1980. Bjarmi Skarp fer fyrir Súperskóm sf. og segir merkið vel þekkt innan FIBA og NBA.
,,PEAK körfuboltaskórnir eru vel þekktir innan FIBA og NBA og þónokkrir leikmenn í NBA eru á samningi hjá merkinu. Þar má nefna Jason Kidd, Ron Artest og Shane Battier. Einnig mun lið Milwaukee Bucks klæðast merkinu á næstu árum,“ sagði Bjarmi í samtali við Karfan.is en hann stefnir að því að bjóða upp á gott úrval af skóm á betri verðum en gengur og gerist í dag.
 
 ,,Nokkrar prufur eru komnar til landsins og þeim var dreift á leikmenn sem hafa æft í og prófað vöruna og gefa skónum góða einkunn. Fyrsta pöntun er á leið til landsins og í framhaldi bjóðum við upp á skó í öllum stærðum jafnt fyrir bæði kynin og iðkendur á öllum aldri,“ sagði Bjarmi en framan af verður um að ræða beina sölu til leikmanna og liða.
 
,,Skórnir verða ekki í búðum til að byrja með heldur verður hægt að nálgast þá á netinu og eins geta félög haft samband til að fá heimsókn frá umboðsaðilum til að fá að skoða og máta. Verið er að vinna í heimasíðu fyrirtækisins þessa dagana en hægt er að finna síðu undir nafninu ’PEAK Körfuboltaskór’ á Facebook.“
 
Fréttir
- Auglýsing -