spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaPavel vann 21. einvígi í úrslitakeppninni í röð - Fyrsta tapið í...

Pavel vann 21. einvígi í úrslitakeppninni í röð – Fyrsta tapið í 11 ár

KR komst í kvöld í undanúrslit Dominos deildar karla með sigri á Val í oddaleik liðanna í 8. liða úrslitum. Leikurinn var gríðarlega jafn og spennandi en KR voru sterkari á svellinu í blálokin og sigldu 86-89 sigri. Svakaleg sería að baki en næsti andstæðingur KR er deildarmeistarar Keflavíkur.

Það voru margar sögulínur í leik kvöldsins. Við þekkjum öll sögu leikmanna og þjálfara sem hafa farið á milli liða auk þess sem Jón Arnór lék sinn síðasta körfuboltaleik í kvöld. Annað ótrúlegt atvik gerðist í kvöld þegar Pavel Ermolinski tapaði sínu fyrsta einvígi í úrslitakeppni í 11 ár.

Síðasta tap Pavels í einvígi í úrslitakeppninni var árið 2010 þegar KR tapaði gegn Snæfell í oddaleik. Það tímabilið fór Snæfell alla leið og lyfti Íslandsmeistaratitlinum. 

Pavel hafði því fyrir kvöldið í kvöld unnið 21 einvígi í röð sem er hreint út sagt magnaður árangur. Pavel var auðvitað hluti af liði KR sem vann sex íslandsmeistaratitla í röð á árunum 2014-2019 og eru enn í dag ríkjandi Íslandsmeistarar.

Öll úrslitaeinvígi Pavels Ermolinski frá 2010: 

2021:

Valur – KR 2-3

2020:

Engin úrslitakeppni vegna Covid 19

2019:

Átta liða úrslit: KR-Keflavík 3-0

Undanúrslit: Þór Þ – KR 1-3

Úrslit: KR – ÍR 3-2

2018:

Átta liða úrslit: KR-Njarðvík 3-0

Undanúrslit: KR – Haukar 3-1

Úrslit: KR – Tindastóll 3-1

2017: 

Átta liða úrslit: KR-Þór Ak 3-0

Undanúrslit: KR-Keflavík 3-1

Úrslit: KR-Grindavík 3-2

2016:

Átta liða úrslit: KR-Grindavík 3-0

Undanúrslit: KR-Njarðvík 3-2

Úrslit: KR-Haukar 3-1

2015:

Átta liða úrslit:KR-Grindavík 3-0

Undanúrslit: KR-Njarðvík 3-2

Úrslit: KR-Tindastóll 3-1

2014:

Átta liða úrslit: KR-Snæfell 3-0

Undanúrslit: KR-Stjarnan 3-1

Úrslit: KR-Grindavík 3-1

2011: 

Átta liða úrslit: KR-Njarðvík 2-0

Undanúrslit: KR-Keflavík 3-2

Úrslit: KR-Stjarnan 3-1

2010

Átta liða úrslit: KR-ÍR 2-0

Undanúrslit: KR-Snæfell 2-3

Fréttir
- Auglýsing -