spot_img
HomeFréttirPavel semur við spænskt lið

Pavel semur við spænskt lið

6:30

{mosimage}

Landsliðsmaðurinn Pavel Ermolinskij samdi við spænska liðið Caceres í dag og mun leika með þeim í vetur í LEB gull deildinni sem er næst efsta deild á Spáni.

Eins og lesendur karfan.is rekur kannski minni í þá varð lið Pavels, La Palma, gjaldþrota í sumar. Pavel, sem hafði hugsað sér að losna við að leita að liði í sumar stóð því uppi án liðs en nú er það leyst og hann floginn til Spánar þar sem hann leikur enn eitt árið.

Karfan.is spurði Pavel hvernig honum litist á klúbbin og sagði hann að þetta væri stór og flottur klúbbur  sem væru búnir að semja við sterka leikmenn í sumar. En það sem heillaði hann mest var að hann fær að leika í leikstjórnandahlutverkinu.

Borgin Caceres er sunnarlega á Spáni, suðvestan við Madrid en liðið varð í 11. sæti í LEB gull deildinni síðasta vetur.

Við spurðum Pavel í lokin hvernig það hafi verði að leika með íslenska landsliðinu í sumar og sagði hann: „Það var bara frábært, leiðinlegt að ná ekki að klára sterkt gegn Austurríki en samt var þetta bara fínn árangur. Það var líka gaman að spila svona hraðan og skemmtilegan bolta eins og við vorum að spila og fínt að fá að hlaupa leikstjórnandahlutverkið áður en ég fer út.“

[email protected]

Mynd: [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -