spot_img
HomeFréttirPavel með 18 stig í tapi Norrköping

Pavel með 18 stig í tapi Norrköping

Pavel Ermolinski og Norrköping Dolphins eru komnir af stað í sænsku úrvalsdeildinni. Liðið mætti Södertalje Kings á útivelli í dag og mátti þola 70-67 ósigur þar sem Pavel gerði 18 stig fyrir höfrungana.
 
 
Pavel var í byrjunarliðinu og lék í 30 mínútur í leiknum. Hann smellti m.a. niður tveimur af þremur þristum sínum, tók 2 fráköst og gaf 2 stoðsendingar.
 
Fréttir
- Auglýsing -