Pavel Ermolinski meiddist í leik Hauka og KR í kvöld. Pavel var að keyra að körfunni þegar hann hóf skyndilega að haltra og greip um neðanverðan kálfan á hægri fæti. Pavel var borinn út af vellinum og því næst inn í klefa og kom ekki aftur inn í salinn.
Samkvæmt heimildum Karfan.is er Pavel líklegast tognaður á kálfa en ekki með slitna hásin eins og menn óttuðust í fyrstu. Þetta er þó ekki staðfest og alls óvitað um batahorfur eða hvort og þá hversu lengi hann verður frá leik. Fannar Ólafsson hafði sömu sögu að segja í þættinum Körfuboltakvöld á Stöð 2 Sport núna rétt áðan, en hann heyrði í Pavel sjálfum rétt fyrir þáttinn.