spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaPavel dregur í land með hungurverkfallið "Getum við haft smá gaman?"

Pavel dregur í land með hungurverkfallið “Getum við haft smá gaman?”

Karfan sagði frá því fyrr í dag að leikmaður Vals í Dominos deild karla Pavel Ermolinski hafi í gær kl. 22:00 hafið hungurverkfall til þess að mótmæla æfingabanni yfirvalda. Samkvæmt honum átti það að standa allt þangað til opnað yrði á æfingar á nýjan leik, eða hann myndi deyja.

Fréttir gærdagsins varðandi frekara bann á æfingum og keppni í körfubolta fóru illa ofaní marga þeirra sem iðka íþróttina og áhangenda hennar. Margir tjáðu reiði sína á ákvörðuninni samfélagsmiðlum þar sem allt fékk að flakka. Samkvæmt nýrri færslu Pavel á samfélagsmiðlinum Twitter mun þó ekki hafa verið um slíkt að ræða hjá honum í gær.

Færsluna er hægt að lesa hér fyrir neðan. Hana opnar hann á “Getum við haft smá gaman?” áður en hann útskýrir að ekki hafi verið um eiginlegt verkfall að ræða og í þessu hafi ekki átt að felast nein skilaboð.

Ljóst er að fyrrum skilaboðum hans var tekið of bókstaflega. Líkt og liðsfélagi hans úr íslenska landsliðinu Hlynur Bæringsson bendir á hér fyrir neðan, voru athugasemdakerfi fjölmiðla honum ekki hliðholl í þeirri baráttu sem hann grínaðist með að vera í.

Fréttir
- Auglýsing -